Að sigrast á frestunaráráttunni

Eflaust kannast flestir við að fresta einhverju sem þarf að gera, verkefni, samtali, hreyfa sig, koma upp betri rútínu osfrv.

Frestunarárátta getur haft mikil áhrif á stress stuðulinn okkar, þann árangur sem við náum og eigin hamingju.

Hér eru nokkrar góðar hugmyndir til að sigrast á frestunaráráttunni!

  • Skrifaðu allt niður í dagbókina sem þarf að gera
  • Gerðu það sýnilegt (ef þú ert alltaf að fresta því að fara út að hreyfa þig, hafðu þá æfingarfötin sýnileg, eða verkefni sem þú ert alltaf að fresta, hafðu eitthvað sem minnir þig á það sýnilegt
  • Brjóttu verkefnið niður í smærri skref svo það verði yfirstíganlegt
  • Byrjaðu daginn á erfiða verkefninu
  • Hreyfing og svefn hefur mikil áhrif á afköst (eykur orkustigið)
  • Fagnaðu litlu sigrunum (verlaunaðu sjálfan þig)
  • Hafðu “accountability partner” sem þú deilir með því sem þú ætlar að gera og hvenær þú ætlar að vera búin að því. Þannig aukast líkurnar á því að þú tekst á við áskorunina.
  • Sjáðu fyrir þér að þú sért búin að ná þeim árangri, klára vekrefnið osfrv, upplifðu tilfinninguna sem fylgir því að vera búin.
  • Just do it

hvað af ofangeindu hentar fyrir þig til að sigrast á frestunaráráttunni?

Það sem virkar best fyrir mig er að huga vel að hreyfingu og svefn, brjóta verkefnin niður í smærri skref og skrifa niður það sem ég ætla að gera