Að velja hugrekki umfram það sem er þægilegt og skemmtilegt

Photo by Muzammil Sooma

Viðhorf okkar, hvernig við hugsum, hvað við gerum og eigum samskipti við okkur sjálf endurspeglast í þeim árangri sem við náum.

Hvað þýðir það að hafa skorthugsun? Efasemdir um sitt eigið sjálf, að vera búin að fullvissa sig um að hafa ekki það sem til þarf til að ná þeim árangri sem okkur dreymir um. Við erum sannfærð um að hafa brugðist okkur sjálfum og öðrum og upplifun okkar er gjarnan sú að hafa ekki staðið undir væntingum.

Þessi hugsun á oft rætur sínar að rekja til fortíðar, við erum stöðugt að minna okkur á mistök sem við gerðum og erum í stöðugri baráttu við óttan við að gera aftur mistök.

Þegar skorthugsun er ríkjandi eru allar líkur á því að við hunsum nýjar hugmyndir af ótta við að gera mistök eða hafa ekki það sem til þarf til að fylgja þeim eftir.

En hvað ef við myndum horfa til baka á „mistökin“ sem við gerðum og draga af því lærdóm, lærdóm sem gæti nýst okkur að komast lengra. Þegar við horfum til baka með nýjum gleraugum og skoðum allt sem gekk vel og hvað fór ekki eins og það átti að fara og drögum af því lærdóm þá öðlumst við ný verkfæri, verkfæri til að nýta okkur til að komast lengra og halda áfram að vaxa.

Mistök er ekkert annað en lærdómur og lífð er lærdómsferli við hættum aldrei að læra svo lengi sem við lifum, svo lengi sem við stillum ekki á „outopilot“ og förum í gegnum lífið með því að gera eingöngu það sem við kunnum og getum, það sem er þægilegt og skemmtilegt. Þegar við veljum hugrekki fram yfir það sem er þægilegt og skemmtilegt þá erum við að vaxa, við erum að gera eitthvað nýtt, eitthvað sem við höfum ekki gert áður og þá upplifum við ótta en hann fylgir alltaf með í vaxtarferlinu.

 hvað ef þú myndir taka meðvitaða ákvörðun um að “gefa þér leyfi” stíga inn í óttan og finna hugrekkið  til að gera mistök og vera ófullkomin, hvað gæti hugsanlega gerst.

Hugarfar okkar skiptir öllu máli og er stærsti áhrifavaldur á það hvort við náum árangri eða ekki. Þegar við trúum því að við getum aukið færni okkar á öllum sviðum þá búum við yfir vaxtarhugsun.

Þeir sem búa yfir vaxtarhugsun líta á lífið sem lærdómsferli og trúa því að þeir geti náð þeim árangri sem stefnt er að.

Eins og vöðvar okkar stækka við endurtekna áreynslu þá stækkar heili okkar með sama hætti þegar greind okkar styrkist.