Að velja sér rétt viðhorf

Allt hefst þetta með viðhorfsbreytingum, hvernig við hugsum og hvað við gerum.

Photo by Estee Janssens

Já það er einmitt þannig, við veljum okkar viðhorf. Við sjáum það ekki, en það hefur líklega hvað mest áhrif þegar kemur að því að skoða lífsgæði okkar.

Hvaða viðhorf við tileinkum okkar gagnvart lífinu, þeim verkefnum sem við tökumst á við hverju sinni, gagnvart öðrum og okkur sjálfum hefur gríðarleg áhrif á líf okkar og lífsgæði.

Það er ekki alltaf auðvelt að vera jákvæður og sjá það jákvæða í öllum aðstæðum, en það er hægt að þjálfa hugan með því að vera meðvitaður um hugsanir okkar og hvernig við bregðumst við, þ.e að taka ábyrgð á eigin lífsgæðum. Að breyta því hvernig við hugsum og hvað við gerum og vera bjartsýn/n hefur mikil áhrif á líðan okkar og árangur.

hvað er það sem við getum gert til að efla jákvætt viðhorf og aukið lífsgæði okkar. Hér koma nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar unnioð er í viðhorfsbreytingum.

 • Slepptu tökunum á fullkomnun Það er eingin skilgreining á fullkomnun, ef þú ert alltaf með fókusinn á að allt þurfi að vera fullkomið þá gerist ekki neitt. Einbeittu þér frekar að því að vera jákvæð/ur heldur en fullkomin
 • Vertu í kringum jákvætt fólk Það hefur gríðarleg áhrif á okkar eigið viðhorf og líðan
 • Heilbrigður líkami og hugarró Að hugsa vel um sig bæði líkamlega og andlega heilsu hefur mikil áhrif á það hvernig okkur tekst til að komast í gegnum krefjandi verkefni og áskoranir í lífinu
 • Ekki fresta því sem þú þarft að gera Það mun aðeins ýta undir vanlíðan og pirring sem hefur svo smitandi áhrif á þá sem eru í kringum þig
 • Gefðu meira af þér Það er alltaf góð tilfinning að gefa af sér, líka á erfiðum tímum
 • Hafðu plön og settu þér markmið Gerðu þér grein fyrir hver þinn hvati er í lífinu, hvað er það sem drífur þig áfram
 • Vertu til staðar fyrir aðra, bæði til að fagna með þeim velgengni og að takst á við erfiðleika Það þýðir að þú sért trúr
 • Ekki vanmeta litlu hlutina Það er mikilvægasta “stuffið” öll púslin sem koma þér á áfangastað
 • Bjartsýni Það er gefið að bjartsýni vinnur alltaf með okkur í að ná betri árangri, sjá tækifærin og hugsa í lausnum og reynir mest á þegar við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefni eða aðstæum.
  • Að verað bjartsýnn tengsist því að vita hvað kveikir í fólki og hvetja það til að gera alltaf sitt besta
  • Bjartsýni getur hálpað til við að auka afköst, bæta móralinn og leysa ágreining
  • Einstaklingur sem er bjartsýnn veitir öðrum von og lýsir þannig leiðina að betri frammistöði
  • Fjöldi rannsókna hafa verið birtar um jákvæð áhrif bjartsýni á lausnamiðaða hugsun, langlífi, heilsuhreysti og samskiptafærni

Byrjaðu strax í dag að velja það viðhorf sem hefur bestu áhrifin á þitt líf og hjálpar þér að ná þeim árangri í lífinu sem þú sækist eftir