Hugrekki

Hefur þú hugrekki til að stíga út fyrir þægindahringinn og láta þína drauma verða að veruleika?

Ert þú tilbúin að stíga inn í óttann sem fylgir því að fara út fyrir þægindarammann?, fara út fyrir það sem þú veist og kannt og gera eitthvað sem þú hefur ekki gert áður, það er einmitt á þeim stað þar sem ný tækifæri verða til.

Þegar ég varð tilbúin að stíga inn í óttann sem fylgir hugrekkinu þá fóru hlutirnir að gerast. Draumurinn var ekki lengur bara “draumur” heldur var komið aðgerðaplan til að láta drauminn rætast. Við getum öll gert örlítið meira en við gefum okkur kredit fyrir, ekki láta óttann stoppa þig á þinni vegferð.

  • Þegar þú bútar vegferðina niður í smærri skref og einbeitir þér að einu skrefi í einu þá verður vegferðin spennandi ferðalag
  • Þegar þú hefur skýra stefnu þá finnur þú hugrekkið innra með þér til að fara af stað
  • Þegar þú stendur með sjálfri/um þér þá falla áhyggjur af áliti annarra í skugga hugrekkis
  • Þegar þú treystir sjálfri/um þér, finnur þú hugrekkið til að halda áfram á þinni vegferð
  • þegar þú einbeitir þér að ferðalaginu en ekki áfangastaðnum þá nærð þú árangri

Breytingar sem skila árangri eru ekki alltaf auðveldar, þær krefjast hugkrekkis til að stíga út fyrir þægindarammann og inn í óttan sem fylgir því að fara í gegnum breytingar, yfirstíga hindranir og læra nýjar leiðir til að vaxa og ná auknum árangri. Við erum gjörn á að telja okkur trú um að við höfum ekki það sem til þarf til að láta drauma okkar rætast og þ.a.l höldum við okkur inn í þægindahringnum okkar.

Það er samt ekki þar með sagt að við höfum rétt fyrir okkur. Þegar við erum í þægindahringnum þá upplifum við öryggi, við vitum hvað við erum að fara að gera og hvernig við ætlum að gera hlutina, þannig að það er lítið að frétta, á einfaldan hátt má segja að líf okkar sé á “auto pilot”.

Ef við treystum á okkur sjálf og höfum þrautseigju til að takast á við allar þær hindranir sem verða á vegi okkar án þess að gefast upp þá eru okkur allir vegir færir. 

Settu fókusinn á það sem þú vilt fá út úr lífinu (ekki það sem þú vilt ekki) 😎 hver er staðan þín í dag, hvaða þekkingu og færni hefur þú nú þegar sem getur hjálpað þér að komast nær markmiðinu þínu? Hvaða þekkingu og færni þarftu að bæta við þig til að komast á þann stað sem þú vilt vera?💡hefur þú það hugrekki sem þarf til að láta þína drauma verða að veruleika?

Hafðu hugrekki til að vera þú, að vera hluti af heildinni en ekki finna þörf til að falla inn í hópinn. Það er stór munur þarna á, það að vera hluti af hóp þýðir að þú ert samþykkt/ur fyrir það sem þú ert og þarft ekki að breyta þér til að vera samþykkt/ur sem er einmitt raunin þegar við þurfum að falla inn í ákveðin hóp.