Húmor á vinnustað skiptir hann máli?

Rannsóknir sýna að leiðtogar sem hafa húmor eru í 27% tilvika meira hvetjandi og ná betur til starfsmanna en þeir sem ekki nota húmor á vinnustað. Starfsmenn eru í meiri mæli helgaðir starfi sínu og tvisvar sinnum líklegri til að leysa krefjandi áskoranir sem endurspeglast í mun betri frammistöðu.

Húmor hjálpar okkur að takst á við erfiðar og krefjandi aðstæður, styrkir ónæmiskerfið og auðveldar okkur að vinna úr áföllum, veitir aukna hamingju, betri árangur, dregur úr streytu og eykur lífsorkuna. 

En á tímum sem þessum þar sem heimsfaraldur geysar yfir er þá viðeigandi að vera með húmor, henda í góða brandara og hlæja? Já það er einmitt á tímum sem þessum sem það er hvað mikilvægast þar sem það hjálpar okkur að komast í gegnum erfiða og krefjandi tíma.

Það að nota húmor sýnir að við erum mannleg og það að leggja áherlsu á mannlega þáttinn hefur mikið að segja hvernig til tekst.

Þannig að tökum húmorinn alvarlega og verum óhrædd við að nota hann bæði á vinnustaðnum og í lífinu sjálfu.