Lífið er eitt lærdómsferli

Við lærum svo lengi sem við lifum

Lífið er eitt lærdómsferli, reglulega lærum við eitthvað nýtt með því að bæta við þekkingu okkar, hvort sem það er með hefðbundnu námi, námskeiðum, fyrirlestrum eða öðrum hætti. Í dag búum við við þær aðstæður að hægt er að sækja sér þekkingu með mjög einföldum hætti en á sama tíma eru upplýsingarnar sem við fáum gríðarlega miklar og því mikilvægt að hafa getu til að sortera út það sem skiptir máli.

En þó svo við búum yfir mikilli þekkingu þá er ekki þar með sagt við að nýtum okkur það til góðs til að verða betri í því sem við erum að fást við frá degi til dags!

Spurningin er hvernig tökum við þessa þekkingu inn í það sem við erum að gera, hvernig nýtum við hana til að verða betri og ná auknum árangri í lífi okkar og starfi?

Það sem hefur komið okkur á þann stað sem við erum á í dag mun ekki hjálpa okkur á næsta áfangastað sem við stefnum á. Það er ekki fyrr en við finnum hugrekki til að nýta nýja þekkingu og tileinkum okkur þann lærdóm í lífi okkar og starfi og erum tilbúin að gera mistök og læra af þeim í leiðinni sem vöxtur á sér stað. Mistök eru ekkert annað en lærdómur sem færir okkur nær markmiðinu!

Mistök eru ekkert annað en upplýsingar og tækifæri til að læra af. Það er frekar skrítið að kalla þetta mistök því í raun er þetta bara eitthvað sem gekk ekki upp 🙏Lausnamiðuð hugsun gefur okkur forskot til að sjá aðra möguleika og prófa okkur áfram þar til rétta lausnin er fundinn sem skilar okkur á endanum þeim árangri sem við sækjumst eftir.

Hvað sem þú gerir ekki gefast upp.

Þegar ég fór að slaka á fullkomnunaráráttunni og gefa mér leyfi og svigrúm til að gera mistök, vera ófullkomin og smá kærulaus þá fóru ótrúlegustu hlutir að gerast. Í dag lít ég á mistök sem upplýsingar, lærdóm og ný tækifæri! En fyrst um sinn þurfti ég að minna mig á það á hverjum degi.

Raunveruleikinn sem við búum við í dag er sá að þekking okkar og færni úreldist hratt, þróunin er orðin svo hröð að við eigum fullt í fangi með að halda okkur “up to date” og því hefur eflaust aldrei verið jafn mikilvægt og nú að uppfæra sig reglulega. Það þýðir ekki að við þurfum að setjast á skólabekk og fara í langt háskólanám, aðferðirnar til að auka við þekkingu okkar eru orðnar svo fjölbreyttar og aðgengilegar að auðvelt ætti að vera fyrir alla að finna það sem hentar.

hvernig eru viðbrögð þín við breytingum?

Ertu föst/fastur í hringiðu tilbreytingarleysis og gömlum vana? Finnur þú fyrir ómældri löngun til að gera breytingar en átt erfitt með að taka fyrsta srkefið.

Við þurfum ekki að þekkja alla leiðina til að geta lagt af stað, um leið og þú tekur fyrsta skrefið þá ferð þú að sjá ótal möguleika og tækifæri. Ekki bíða eftir rétta tímanum, rétti tíminn er þegar þú tekur meðvitaða ákvörðun um að nú sé rétti tíminn til að leggja af stað

Hvernig skilar þekkingin sér í aukinni færni?

  • 10% hefðbundinn eða formleg kennsla.
  • 20% með mentor/markþjálfa.
  • 70% “learning by doing” með því að æfa okkur að nota nýja þekkingu í lífi okkar og starfi.

Hvenær skilar þekkingin sér í aukinni færni? Þegar við lærum með hefðbundnum hætti þá tileiknum við okkur sirka 10% af því sem við lærum, þegar við erum með mentor eða markþjálfa þá er það 20% en þegar við prófum okkur áfram með því að nota það sem við lærum og æfum okkur markvisst (learning by doing) þá er það 70% sem skilar sér í aukinni færni. Hér er samspil milli markþjálfunar og “learning by doing” gríðarlega sterkt, því ábyrgð markþegans á milli tíma er einmitt að fylgja eftir því sem hann segist ætla að gera og innleiða breytta hegðun eða hæfni í sitt daglega líf, markþjálfinn veitir stuðning við þann vöxt, en markþegin er ábyrgur á að fylgja eftir sínu plani.

  

Lærdómsferlið

  • Hungur til vaxtar: Finnur þú fyrir hungri til að vaxa og læra eitthvað nýtt?
  • Þekking: Ekki stoppa þegar þú hefur öðlast þekkinguna þá er mikilvægt að innleiða og tileinka þér þann lærdóm inn í lif þitt og starf
  • Fyrirmynd (lead by example): Þegar þú hefur öðlast hæfni til að nýta þekkinguna í lífi þínu og starfi ertu orðin fyrirmynd annarra og þannig læra aðrir í kringum þig af því sem þú ert að gera
  • Endurgjöf: Sýndu auðmýkt og þakklæti fyrir endurgjöf, jákvæð endurgjöf staðfestir að þú sért að gera góða hluti, uppbyggileg endurgjöf á það sem mætti fara betur er tækifæri til að læra meira og þannig halda áfram að vaxa.
Endurgjöf er dýrmæt gjöf sem okkur er gefin og sem við getum gefið öðrum, verum örlát á slíka gjöf og tökum henni fagnandi þegar við fáum slíka gjöf frá öðrum.

Lífið er umbótaferli sem stöðugt krefst endurskoðunar ef við ætlum að auka lífsgæði okkar, til þess þurfum við hugrekki til að fara í gegnum breytingar, gera nýja hluti og ýta okkur út fyrir þægindahringinn,, ekkert gerist af sjálfum sér, því meira sem við erum tilbúin að gera því meira áorkum við á lífsleiðinni.

Þegar við erum komin á dánarbeðið þá viljum við hugsa til baka með stolti yfir því sem við gerðum en ekki eftirsjá yfir því sem okkur langaði að gera en gerðum ekki!