Þjónusta

Þeir sem ná árangri einbeita sér að vegferðinni ekki áfangastaðnum. Ert þú að ná þeim árangri sem þú vilt ná?

Markþjálfun

Ef þú vilt gera breytingar í þínu lífi þá þarft þú hugsanlega að breyta einhverju sem þú gerir daglega. Því meiri ábyrgð sem þú tekur því sterkari verður þú til að takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða. Stækka þægindahringinn, takast á við krefjandi verkefni og sjá ný tækifæri.

Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þér að stilla þinn innri áttavita og ná auknum árangri og meiri skilvirkni í lífi þínu og starfi og leiðir þig áfram í að finna rétta svarið og hvað virkar best fyrir þig.

Markþjálfi er ekki ráðgjafi heldur er áhersla lögð á að þú finnir lausnina hjá þér á því viðfangsefni sem þú ert að vinna með. Markþjálfinn heldur hins vegar utan um ferlið með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum og beinir þér þannig að kjarna málsins og skapar rými fyrir nýjar hugmyndir og lausnir.

Leiðtogamarkþjálfun

Vilt þú efla þig í leiðtogahlutverkinu, auka sjáflsvitund, sjálfstraust, samskiptahæfni, einbeitingu og ákveðni. Leiðtogaþjálfun er stöðugt ferli með það að markmiði að auka frammistöðu og árangur leiðtogans og starfsmanna almennt.

Með því að fara í markþjálfun fer minni tími í að leysa vandamál og meiri tími gefst til að leiða hópinn í átt að settu markmiði.

Persónuleg stefnumótun

Ertu tilbúin að gera breytingar í þínu lífi, auka hugrekki og sjálfstraust til að stíga út fyrir þægindahringinn, vaxa og sjá ný tækifæri, öðlast skýra sýn á hvert þú stefnir og hvað þarf að gera til að komast þanngað. Með hadleiðslu marþjálfa getur þú gert drauma þína að þinni stefnu í lífinu, markþjálfi styður við þig á þeirri vegferð.

Teymismarkþjálfun

Teymismarkþrjálun er öflugt verkfæri í teymisþjálfun og getur haft mikil áhrif á frammistöðu og árangur teyma.

Til að byggja upp árangursrík teymi er mikilvægt að huga að sálrænu öryggi þar sem meðlimir upplifa öryggi til að taka áhættu og vera berskjaldaðir fyrir fram hvern annan, samvinna þarf að vera til staðar, gott skipulag og skýrleiki, tilgangur þarf að vera skýr og vinnan þarf að hafa áfhrif til góðs.

NBI greining

Allt sem við gerum byrjar í heilanum!

Hvernig við tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar – það veltur allt á því hvernig við hugsum.

Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að við myndum betri tengsl, erum virkari þátttakendur í teymisvinnu og tökum skynsamlegar og réttar ákvarðanir.

Að taka betri ákvarðanir um vinnu og starfsferil, velja rétta fagið eða námsleiðina getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi einkalífs og ánægju í starfi.

NBI mun ekki uppfæra þig til „betri gerðar“, heldur veitir þér leiðbeiningar til að skilja sjálfa/n þig betur og hjálpa þér að vinna á styrkleikum þínum í stað veikleikum.

Nánari upplýsingar um NBI greiningar má finna hér

NBI greiningar

Við bjóðum upp á Neethling-hugmælitækið („Neethling Brain Instrument“), NBI™, sem grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og skilgreiningu á heildarhugsun

Greiningar framkvæmir Kolbrún Magnúsdóttir, vottaður NBI ráðgjafi

NBI fyrir einstaklinga

NBI gefur þér vísbendingar um hvernig þú átt samskipti, kemur fram við aðra, tekst á við breytingar, leysir vandamál, lærir, kennir, tekur ákvarðanir o. s.frv.

NBI fyrir teymi

Eykur skilning okkar á fjölbreytileika fólks og ólíkum hvötum, útskýrir hvernig við tökumst á við breytingar með mismunandi hætti, stuðlar að skýrum og skilvirkum tjáskiptum, skilvirkari lausnir á vandamálum þegar unnið er í hóp, áhrifaríkari stefnumótun og styður við vöruþróun og skapandi hugsun.

Mannauðsráðgjöf

Fullyrt er að bættur rekstur fyrirtækja verði að miklu leyti sóttur í betri stjórnun á mannauði. Því er það vel þess virði að feta nýjar og betri leiðir til að efla fólk í starfi. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind sem hvert fyrirtæki býr yfir og með því að hlúa vel að honum eykst starfsánægja og helgun starfsmanna. Hvernig er staðan á mannauðsmálum í þínu fyrirtæki, ertu með góða yfirsýn yfir alla lykil þætti mannausstjórnunar eða vantar þig aðstoð við að skilgreina og koma hlutunum í betri farveg.

Bæði er hægt að gera samkomulag um ákveðinn verkefni sem ráðgjafi tekur að sér eða fasta viðveru í hlutastarfi til lengri eða skemmri tíma, allt eftir því hvað hentar fyrirtækinu þínu. VIð hjálpum þínu fyrirtæki að skoða og meta hvar tækifærin liggja til að gera betur og þannig hámarka afköst og árangur starfsmanna og skipulagsheildarinnar.

Mannauðsráðgjöf

Við getum komið inn og unnið með þínu fyrirtæki að ákveðnum verkefnum, t.d að skilgreina lykilþætti mannauðsmála, styrkja menninguna, móta mannauðstefnuna, skilgreina ferli fyrir móttöku nýliða, innleiðing frammistöðusamtala svo eitthvað sé nefnt.

Mannauðsstjóri að láni

Hvort sem þú ert með mannauðsstjóra eða ekki þá getur mannauðsstjóri að láni komið sér vel. Við komum inn og tökum hitan og þungan með þér svo þú getur einbeitt þér að þínum mikilvægustu verkefnum, þannig náum við fram því besta hjá hverjum og einum og hámörkum afköst og framleiðni.

Hér getur þú bókað tíma

Findu mig á samfélagsmiðlum!