Kolbrún
Ég vel hugrekki framyfir það sem er einfalt og þægilegt
Hver er ég?
Ég hef alltaf verið forvitin og þótt gaman að skoða og læra nýja hluti. Minn styrkleiki liggur í lærdómsferlinu, að læra, öðlast nýja þekkingu og innleiða þann lærdóm inn í mitt líf. Ég vel hugrekki framyfir það sem er einfalt og þægilegt og gef mér leyfi til að vera ófullkomin og gera mistök. Því fleiri mistök sem ég geri því meiri lærdómur á sér stað. Ég hef valið að líta á mistök sem lærdóm en ekki eitthvað sem fór úrskeiðis.

Ástríða mín liggur í því að vinna með fólki og fyrirtækjum í að ná auknum árangri með stöðugum umbótum með það að markmiði að gera gott betra. Ég er metnaðarfull og er stöðugt að auka við þekkingu mína og lít á lífið sem lærdómsferli.
Ég hef gaman að því að skrifa og þessa stundina hef ég verið að skrifa greinar sem snúa að leiðtogahæfni, markþjálfun, persónulegum vexti og mannauðsmálum. Ég hef fengið birtar greinar í viðskiptablaðinu og mannlíf en ásamt því skrifa ég bæði greinar og pistla á linkedIn.
Mín helstu verkefni eru markþjálfun og mannauðsráðgjöf, kennari í markþjálfanámi hjá Profectus og mannauðsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ. Þar áður starfaði ég hjá Bláa Lóninu sem fræðslustjóri, markþjálfi, veitti stuðning og ráðgjöf í mannauðsmálum og var í ráðningum. Ég hef verið með Podcast þátt í samstarfi við Kristínu Snorradóttir sem heitir “taktu niður grímuna” þar sem við förum yfir farveg okkar í sjálfsrækt og sjálfsvinnu.
Mentun og þekking






Hvernig get ég orðið að liði?
Ef þú vilt ná auknum árangri persónulega eða með þitt fyrirtæki þá gæti ég verið rétta manneskjan til að vinna með
Markþjálfun
Vertu besta útgáfan af sjálfum þér!
Góður árangur er ekki heppni eða tilviljun, heldur næst hann með þrautseigju, vinnusemi, sjálfsaga, úthaldi og yfirvegun til að takast á við nýjar áskoranir og hindranir með réttu viðhorfi.
Markþjálfi styður þig í að ná auknum árangri og meiri skilvirkni, breyta draumum og væntingum í skýr markmið og móta aðgerir til að ná þeim.
Hjá markþjálfa vinnur þú að að því að efla styrk þinn og úthald persónulega og faglega, sjá lausnir og tækifæri í stað vandamála, skerpa fókusinn, byggja upp góða rútínu og brjótast út úr gömlum vana.
Að hafa markþjálfa svipar til þess að vera með einkaþjálfara í ræktinni, Þar sem einkaþjálfi vinnur með þér í að ná líkamlegum styrk sem þú sækist eftir og þú færð líklega í kaupbæti aukið sjálfstraust og meiri orku til að takast á við daglegt líf.
Mannauðsráðgjöf
Hvort sem þú ert með mannauðsstjóra eða ekki þá getur mannauðsstjóri að láni komið sér vel. Við komum inn og tökum hitan og þungan með þér svo þú getur einbeitt þér að þínum mikilvægustu verkefnum og styðjum við stjórnendur í mannauðstengdum verkefnum, þannig náum við fram því besta hjá hverjum og einum og hámörkum afköst og framleiðni.
NBI greiningar
Að taka betri ákvarðanir um vinnu og starfsferil, velja rétta fagið eða námsleiðina getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi einkalífs og ánægju í starfi.NBI mun ekki uppfæra þig til „betri gerðar“, heldur veitir þér leiðbeiningar til að skilja sjálfa/n þig betur og hjálpa þér að vinna á styrkleikum þínum í stað veikleikum.
Ég er alltaf til í kaffispjall!
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða langar að vita meira um mig og mína þjónustu, ekki hika við að senda mér línu og við finnum tíma til að hittast yfir rjúkandi kaffibolla og taka gott spjall þér að kostnaðarlaus og án skuldbindinga.