Föst í gamla
góða farinu?
Er kominn tími til þess að takast á við nýjar
og spennandi áskoranir, ef svo er
þá er ég til í spjall!
Hvað erum við án gilda?
Þrautseigja
Með þrautseigu öðlumst við hæfni til að „mæta okkur sjálfum“ þar sem einbeiting, hegðun og tilfinningar eru atriði sem einkennast af þrautseigju.
Hugrekki
Þegar við bútum vegferðina niður í smærri skref og einbeitum okkur að einu skrefi í einu þá verður vegferðin spennandi ferðalag.
Húmor
Húmor hjálpar okkur að takast á við erfiðar og krefjandi aðstæður.
Húmor styrkir einnig ónæmiskerfið og auðveldar að vinna úr áföllum.
Þjónustur í boði
Ert þú að ná þeim árangri sem þig langar að ná?
Ef þú vilt gera breytingar í þínu lífi eða ná auknum árangri í starfi þá þarft þú hugsanlega að breyta einhverju sem þú gerir daglega. Því meiri ábyrgð sem þú tekur því sterkari verður þú til að takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða. Stækka þægindahringinn, takast á við krefjandi verkefni og sjá ný tækifæri.
Styrkleikamiðuð nálgun
Þegar við vinnum út frá styrkleikum okkar þá verðum við ánægðari og árangur okkar eykst og því mun meiri líkur á því að við náum markmiðum okkar.Þegar við greinum styrkleika allra í teyminu og keyrum það saman þá sjáum við hvar styrkleikar teymisins liggja og hverjar helstu ásoranir eru.
Fyrirtækja ráðgjöf
Við hjálpum þínu fyrirtæki að skilgreina lykilþætti mannauðsstjórnunar, skoðum hvað er að ganga vel, hvað má gera betur, út frá því plönum við næstu skref og hefjumst handa við að gera gott aðeins betra.
Kolbrún Magnúsdóttir
Ég hef brennandi áhuga að vinna með fólki og sjá færni þeirra og þekkingu eflast bæði í lífi þeirra og starfi.
Ég er með mikla þekkingu og reynslu sem markþjálfi, fræðslustjóri og mannauðsráðgjafi sem ég hef öðlast í störfum mínu og menntun síðustu ár. Ég er með MS gráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ, hef lokið bæði grunn og
framhaldsnámi í markþjálfun, er ACC vottaður markþjálfi, hef staðist hæfniviðmið fyrir PCC vottun og hef lokið BSc í Viðskiptafræði frá HR.
Ég sat sem varamaður í stjórn Keils Háskólabrú fyrir hönd Bláa Lónsins, var í stjórn faghóps stafrænnar fræðslu hjá stjórnvísi og er nú í stjórn ICF Iceland félag markþjálfa.
Ég er í kennarateymi í markþjálfanámi hjá Profecust og hef verið með podcast þáttinn „taktu niður grímuna“ með Kristínu Snorradóttir
Menntun og þekking
Podcast fyrir þig!
Markþjálfar gefa innsýn inn í eigið líf og áskoranir auk þess að benda á þroskaferli og tækifæri sem liggja í áskorunum.Podcast sem vert er að hlusta á og fylgja!
Fróðleikur
Lífið er eitt lærdómsferli
Lífið er eitt lærdómsferli, reglulega lærum við eitthvað nýtt með því að bæta við þekkingu okkar, hvort sem það er með hefðbundnu námi, námskeiðum, fyrirlestrum eða öðrum hætti.
Að velja sér rétt viðhorf
Já það er einmitt þannig, við veljum okkar viðhorf. Við sjáum það ekki, en það hefur líklega hvað mest áhrif þegar kemur að því að skoða lífsgæði okkar.
Að velja hugrekki umfram það sem er þægilegt og skemmtilegt
Viðhorf okkar, hvernig við hugsum, hvað við gerum og eigum samskipti við okkur sjálf endurspeglast í þeim árangri sem við náum.Hvað þýðir það að hafa skorthugsun?