Föst í gamla

góða farinu?

Er kominn tími til þess að takast á við nýjar

og spennandi áskoranir, ef svo er

þá er ég til í spjall!

Hvað erum við án gilda?

Þrautseigja

Með þrautseigu öðlumst við hæfni til að „mæta okkur sjálfum“ þar sem einbeiting, hegðun og tilfinningar eru atriði sem einkennast af þrautseigju.

Hugrekki

Þegar við bútum vegferðina niður í smærri skref og einbeitum okkur að einu skrefi í einu þá verður vegferðin spennandi ferðalag.

Húmor

Húmor hjálpar okkur að takast á við erfiðar og krefjandi aðstæður.

Húmor styrkir einnig ónæmiskerfið og auðveldar að vinna úr áföllum.

Þjónustur í boði

  • Markþjálfun
  • NBI greining
  • Mannauðsráðgjöf
Markþjálfun

Ert þú að ná þeim árangri sem þig langar að ná?

Ef þú vilt gera breytingar í þínu lífi eða ná auknum árangri í starfi þá þarft þú hugsanlega að breyta einhverju sem þú gerir daglega. Því meiri ábyrgð sem þú tekur því sterkari verður þú til að takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða. Stækka þægindahringinn, takast á við krefjandi verkefni og sjá ný tækifæri.

NBI greining

Styrkleikamiðuð nálgun

Þegar við vinnum út frá styrkleikum okkar þá verðum við ánægðari og árangur okkar eykst og því mun meiri líkur á því að við náum markmiðum okkar.Þegar við greinum styrkleika allra í teyminu og keyrum það saman þá sjáum við hvar styrkleikar teymisins liggja og hverjar helstu ásoranir eru.

Mannauðsráðgjöf

Fyrirtækja ráðgjöf

Við hjálpum þínu fyrirtæki að skilgreina lykilþætti mannauðsstjórnunar, skoðum hvað er að ganga vel, hvað má gera betur, út frá því plönum við næstu skref og hefjumst handa við að gera gott aðeins betra.

Kolbrún Magnúsdóttir

Ég hef brennandi áhuga að vinna með fólki og sjá færni þeirra og þekkingu eflast bæði í lífi þeirra og starfi.

Ég er með mikla þekkingu og reynslu sem markþjálfi, fræðslustjóri og mannauðsráðgjafi sem ég hef öðlast í störfum mínu og menntun síðustu ár. Ég er með MS gráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ, hef lokið bæði grunn ogframhaldsnámi í markþjálfun, er ACC vottaður markþjálfi, hef staðist hæfniviðmið fyrir PCC vottun og hef lokið BSc í Viðskiptafræði frá HR.

Ég sat sem varamaður í stjórn Keils Háskólabrú fyrir hönd Bláa Lónsins, var í stjórn faghóps stafrænnar fræðslu hjá stjórnvísi og er nú í stjórn ICF Iceland félag markþjálfa.

Ég er í kennarateymi í markþjálfanámi hjá Profecust og hef verið með podcast þáttinn „taktu niður grímuna“ með Kristínu Snorradóttir

Menntun og þekking

" Ég næ varla að setja orð á það hversu innilega ég mæli með þessari eðal konu. Þvílík og önnur eins fagkona er erfitt að finna. Hún studdi mig í gegnum erfiðan kafla en á sama tíma hélt mér við efnið. Hugarfarsbreyting, von, trú, tæki og tól er allt eitthvað sem ég fékk með í fararnesti. Ástar þakkir fyrir mig"

Arna Björk Unnsteinsdóttir

Frumkvöðull

” Ég mæli eindregið með markþjálfun hjá Kolbrúnu! Hún hefur einstakan hæfileika til þess að hjálpa manni að greina eigin styrkleika. Hún hefur aðstoðað mig við að skilgreina markmiðin mín og öðlast yfirsýn yfir flókin verkefni. Kolbrún er afar hvetjandi og eftir hvern tíma hef ég farið full eldmóðs og með trú á verkefnin mín og eigin getu til að klára þau og njóta þeirra. Svo er hún líka bara svo einstaklega skemmtileg og gott að verja tíma með henni.“

Annað M. Bjarnadóttir

Rithöfundur og formaður BRCA

Freelance

" Ég fékk þann heiður á að vinna með Kolbrúnu á meðan ég vann sem móttökustjóri hjá Bláa lóninu. Ég var ungur leiðtogi á þeim tíma og Kolbrún reyndist mér eins og sannur leiðbeinandi þegar það kom að leiðtogahæfni og framkomu. Kolbrún er áreiðanleg og ótrúlega fær í því sem hún gerir. Kolbrún er framúrskarandi starfsmaður og enþá betri vinnufélagi. "

Kristjana D. Jónsdóttir

Grafískur hönnuð

No Zebra

" Fólk er heppið á fá tíma hjá Kollu, eintök nærvera og sýnir og leiðir mann í ótrúlega opnun á nýrri hugsun og trú á þeim verkefnum sem maður stendur uppi með. Mæli 100% með henni. Takk Kolbrún fyrir mig. "

Friðþór Vestman Ingason

Þroskaþjálfi / Deildastjóri

Reykjavíkurborg

" Ég er búin að fara í persónulega stefnumótun hjá Kolbrúnu og mæli hiklaust með henni sem markþjálfa. Ég sjálf mun halda áfram að eiga fundi með henni til að halda mér við efnið og skoða hluti dýpra. Það var mjög skemmtilegt ferðalag þó svo að ég hef skoðað sjálfa mig oft áður og sett niður hver mín hæfni, gildi og persónuleiki er þá er alltaf svo gott að fá innsýn frá öðrum og kafa enn dýpra í gildin og ástríðuna sína. "

Aðalheiður Ósk

Framkvæmdastjóri

Vök Bath

" Kolla er frábær liðsmaður. Hún sinnti starfi sínu sem fræðslustjóri, markþjálfi og mannauðsráðgjafi af miklum metnaði, krafti og dugnaði. Hún er einstaklega þæginleg í nærveru, það er auðvelt að leita til hennar og hún leysti öll sín verkefni af mikilli fagmennsku og trúmennsku. "

Sigrúnu Halldórsdóttir

Mannauðsstjóri

Bláa Lónið

"Kolla er mjög skipulögð, lausnarmiðuð, einstaklega jákvæð, drífandi og fannst mér afskaplega gott að vinna með henni, einnig er hún svo skemmtileg og klár.

Mæli 100% með henni."

Jónína Kristinsdóttir

Rekstrarstjóri

Booztbarinn

"Kolbrún starfaði fyrir mig þegar við vorum að opna Lemon staðina. Kolla eins og ég kýs  kalla hana kom að ýmsum verkefnum hjá okkur svo sem mannauðsráðgjöf, ráðningar, hulduheimsóknir og fl. Ásamt því að sjá um útgáfu á starfsmanna handbók sem var 40 bls rit sem allir starfsmenn fengu til sín, bókin snéri af því  hvað er Lemon og hvað stöndum við fyrir. Bókin var í alla staði frábærlega vel gerð og nýttist okkur mjög vel og hjálpaði til við þjálfun starfsfólks sem gerði alla starfsmenn betri. Það var mjög gott að vinna með Kollu og hún skilaði öllum sínum verkefnum mjög vel og átti stóran þátt í okkar velgengni. Ég mæli 100% með henni og á vonandi eftir að njóta hennar starfskrafta í framtíðinni."

Jón Arnar Guðbrandsson

Eigandi/framkvæmdastjóri

Pure Deli

Podcast fyrir þig!

Markþjálfar gefa innsýn inn í eigið líf og áskoranir auk þess að benda á þroskaferli og tækifæri sem liggja í áskorunum.Podcast sem vert er að hlusta á og fylgja!

Fróðleikur

Lífið er eitt lærdómsferli

Lífið er eitt lærdómsferli, reglulega lærum við eitthvað nýtt með því að bæta við þekkingu okkar, hvort sem það er með hefðbundnu námi, námskeiðum, fyrirlestrum eða öðrum hætti.

Að velja sér rétt viðhorf

Já það er einmitt þannig, við veljum okkar viðhorf. Við sjáum það ekki, en það hefur líklega hvað mest áhrif þegar kemur að því að skoða lífsgæði okkar.

Að velja hugrekki umfram það sem er þægilegt og skemmtilegt

Viðhorf okkar, hvernig við hugsum, hvað við gerum og eigum samskipti við okkur sjálf endurspeglast í þeim árangri sem við náum.Hvað þýðir það að hafa skorthugsun? 

Ekki hika við að hafa samband!

Findu mig á samfélagsmiðlum!