Finndu kraftinn sem býr innra með þér

Þín innri samskipti

Þegar samskiptin við okkur sjálf verða betri þá finnum við aukinn innri frið, við erum tengdari við okkar eigin tilfinningar og líðan og getum betur tekist á við ólíkar aðstæður, við tökum frekar ábyrgð í stað þess að vera fórnarlamb, seigla okkar og þrautseigja eykst þar sem við tölum okkur frekar upp en niður, við öðlumst aukið hugrekki til að stíga inn í óttan og gera það sem er erfitt og óþægilegt í stað þess að velja alltaf auðveldu leiðina, eitthvað sem við kunnum og þekkjum og þannig vex sjálfstraustið okkar – allt þetta hefur svo áhrif á hamingju okkar , samskipti við aðra verður mun betra og við eigum auðveldara með að setja okkur í spor annarra, við finnum aukinn drifkraft og ákvörðunartaka okkar verður betri.


Okkar innri samskipti skilgreina

  • Hvernig við hugsum: hugsanir okkar endurspeglast í tilfinningum okkar og hafa áhrif á það hvernig við bregðumst við aðstæðum
  • Hvernig við leysum vandamál: Ertu tilbúin að horfast í augu við vandamálið eða hunsar þú það og vonast til að það hverfi að sjálfum sér
  • Hvernig við tökumst á við áskoranir: gefst ég auðveldlega upp eða er ég til í að taka slaginn og gera mitt besta
  • Hvernig við sjáum heiminn: sjáum við það góða eða það slæma
  • Hvernig við nærum andlega og líkamlega heilsu: hvað ertu að gera til að hlúa vel að sjálfri þér, ræktar þú sjálfsást eða sjálfsniðurrif

Johari window

Johari window er sálfræðilegt tæki sem notað er til að efla persónulegan og faglegan vöxt og auka skilning okkar og þekkingu á innri samskiptum.

Hann samanstendur af fjórum fjórðungum sem tákna mismunandi þætti sjálfsvitundar okkar.

Johari window

Opið svæði: það sem er sýnilegt fyrir mér og öllum öðrum, allt sem þú ert meðvituð/aður um sjálfan þig og það sem aðrir vita um þig. Hér erum við að tala um hegðun, viðhorf, hæfileika og þá þekkingu sem þú býrð yfir. Þetta er þægindasvæðið þitt, þegar þú vinnur á þessu svæði þá gengur þér vel, átt auðvelt með samskipti og samstarf við aðra og þú upplifir öryggi. Hér eru engin átök, allt er þægilegt því við þekkjum það vel (þetta er svæði sem við viljum alltaf vera að stækka)

Blint svæði: það sem aðrir sjá og vita um þig en þú ert ekki meðvituð um, hér eru þeir þættir sem þú ert ómeðvitaður um, en aðrir geta séð eða skynjað. Þetta eru t.d. venjur, hátterni eða eiginleikar sem aðrir taka eftir en þú ekki. Með því að fá endurgjöf frá öðrum getur þú fengið innsýn á blinda svæðið þitt og unnið að persónulegri þróun. (og þannig stækkað opna svæðið þitt)

Falið svæði: það sem aðeins þú veist en aðrir ekki. Þetta eru þætti sem aðeins þú ert meðvituð/aður um en aðrir þekkja ekki. Þetta eru þínar eigin hugsnir, tilfinningar og reynsla sem þú velur að deila ekki með öðrum. Að byggja upp traust og opna sig fyrir öðrum getur hjálpað til við að stækka opna svæðið og efla þannig samskiptahæfni þín. (festumst í okkur sjálfum ef við erum ekki að deila þessu með neinum)

Óþekkt svæði: það sem er algjörlega óþekkt bæði fyrir þér og öðrum. Hér eru upplýsingar um sjálfan þig sem hvorki þú né aðrir eru meðvitaðir um eða hafa áttað sig á. Hér erum við að tala um óuppgötva hæfileika, möguleika eða þætti í persónuleika þínum sem hafa enn ekki verið uppgvötaðir og fengið að líta dagsins ljós. Með sjálfsígrundun, endurgjöf og nýrri reynslu geturðu aukið sjálfsvitund þína og uppgötvað nýjar hliðar á sjálfum þér. Brjóta niður boxin og stíga út úr þægindahringnum þínum (stíga inn í hugrekkið og prófa eitthvað nýtt)

En af hverju ættum við að vera að spá eitthvað í þessu? Jú ef við viljum þekkja okkur betur, vaxa og eflast þá skiptir máli að vera í meiri meðvitund um okkur sjálf og umhverfið okkar

Aukin sjálfsvitund: betri sýn á styrkleika og veikleika, blindu hliðarnar þínar og tækifæri til að vaxa persónulega og faglega og bæta innri og ytri samskipti okkar.

Með því að vera opin og gagnsæ byggir þú upp traust og betra samstarf, hvort sem það er í persónulega umhverfi þínu eða tengt vinnu.