Hvernig getum við tekið fulla ábyrgð á eigin lífi, árangri og líðan?

Photo by Brett Jordan

Það er ekki atburðurinn sjálfur sem hefur áhrif á lífsgæði okkar og raunveruleika heldur er það hvernig við túlkum hann og bregðumst við því sem gerist sem hefur áhrif.

Til þess að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir er mikilvægt að gera greinarmun á atburðinum og hvernig við túlkum hann, það getum við gert með því að viðurkenna að á hverju augnabliki höfum við val um hvernig við bregðumst við.

Lífið er fullt af áskorunum, og flestar eru þess eðlis að við höfum enga stjórn á þeim, það hljómar kannski ekki mjög uppbyggilegt en styrkurinn liggur í því að hafa skilning á því.

Hvers vegna? Jú vegna þess að við höfum alltaf stjórn á því hvernig við bregðumst við.

Að kenna öðrum um

Við eigum það til einhvern tímann á lífsleiðinni að festast í þeirri grifju að kenna öðrum um vandamál okkar – þannig verður það ekki okkur að kenna. Það sem meira er við gerum það í þeirri von að draga úr ábyrgð og þrýstingi til að bregðast við.

Í þessa hegðun fer mikil orka sem hefur neikvæð áhrif á okkur og getur haft slæmar afleiðingar á líðan. Gremja, reiði og kvíði getur gert vart við sig, við drögum úr sköpun og afköstum, sjáum ekki leið út, missum jafnvel af nýjum tækifærum og nýjar hugmyndum skauta fram hjá okkur án þess að við tökum eftir þeim.

Þegar við sitjum föst á þessum stað þá erum við mjög líklega að hylja okkar eigin slóð og loka augunum fyrir því sem er að gerast, við teljum það ekki vera á okkar ábyrgð, við bregðumst ekki við og byrjum að benda fingrum á aðra.

Ég held að við getum flest ef ekki öll viðurkennt að hafa á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni dottið í þessa grifju og getum eflaust verið sammála því að þetta er ekki góður staður til að dvelja á.

Staðreyndin er sú að það fer miklu minni orku í það að taka ábyrgð. Næst þegar þú grípur sjálfan þig í þeim aðstæðum að ætla að ásaka einhvern annan í staðinn fyrir að taka ábyrgð, gefðu þér þá tíma til að hugsa um hvernig þú getur leyst vandamálið sjálf/ur og þannig tekið ábyrgðina í þínar hendur.

Að taka ábyrgð

Þegar við áttum okkur á því að við höfum val um það hvernig við bregðumst við atburðum og aðstæðum sem verða á vegi okkar beint eða óbeint þá sjáum við fyrst hveru mikil áhrif við getum haft á okkar eigið líf.

Það er einmitt á þessum tímaðunkti sem við áttum okkur á því hversu öflug við í raun og veru.

  • Þegar við tökum ábyrgð á okkar eigin lífi þá erum við frekar tilbúin til að endurspegla það sem gerist og sjáum hlutina í réttu ljósi, við erum frekar tilbúin að taka gagnrýni eða heyra það sem er erfitt að heyra, eiga opin og heiðarleg samskipti og bjóða og þiggja endurgjöf
  • Gerum það að okkar með því að læra bæði af mistökum og velgengni, tökum ábyrgð og bregðumst við endurgjöf á uppbyggilegan hátt.
  • Við erum óhrædd við að spyrja spurninga, erum tilbúin til að takast á við áskoranir og taka áhættu þegar þess er þörf.
  • Gerum plön og framkvæmum, við gerum það sem við segjumst ætla að gera, einbeitum okkur að mikilvægum verkefnum og byggjum upp umhverfi sem einkennist af trausti.
Hvað sem þú gerir vertu bílstjórinn í þínu líf ekki láta þína vegferð stjórnast að öðrum

Sjáðu tækifærin, finndu gleðina og hamingjuna, sambönd styrkjast og verða betri, upplifðu persónulegan og faglegan vöxt og finndu hvernig það verður yfirstíganlegt að takast á við áskoranir sem verða á vegi þínum.