Þrautseigja

Sjálfstraust – sjálfsvitund – sjálfsvirði

Í nútíma samfélagi eru örar breytingar daglegt brauð og því er getan til að aðlagast breytingum mikilvægur færniþáttur í lífi og starfi hvers einstaklings, því skiptir máli nú sem aldrei fyrri að efla hæfni sína í þrautseigju.

Hvað er þrautseigja?

Í stuttu máli má segja að þrautsegja sé hæfni einstaklings til að takast á við mótlæti í lífi sínu og starfi, en hugtakið felur í sér staðfestu, úthald og styrk einstaklinga til að takst á við áskoranir og krefjandi verkefni.

Með því að efla okkar eigin þrautseigu öðlumst við hæfni til að „mæta okkur sjálfum“ þar sem einbeiting, hegðun og tilfinningar eru í lykilhlutverki.

Þegar við tökumst á við krefjandi verkefni, ætlum að ná settum markmiðum eða komast í gegnum áföll, örar breytingar í vinnuunhverfinu eða fara inn í krefjandi samskipti þá hefur þrautseigja mikið um það að segja hvernig okkur tekst til, þar sem hugsunarháttur, viðhorf, hegðun, trú á eigin getu og úthald hefur mikil áhrif á útkomuna.

Hvers vegna er þrautseigja góður eiginleiki?

Þrautseigja snýst um að hafa sýn og vinna markvisst að því að ná settu markmiði og ýtir undir persónulegan og faglegan vöxt einstkaklinga. það er getan til að halda áfram sama hversu erfitt verkefnið er og standa upp eins oft og þú þarft til að halda áfram og komast í mark sama hversu margar hindranir verða á vegi þínum.

“Slíkt krefst sjálfsaga, sveigjanleika, aðlögunarhæfni, sjálfstrausts og sjálfsvitundundar, ákveðni og þrá til að ná árangri sama hvað það kostar og gera mistök og læra af þeim”.

Með því að rækta þennan eiginleika verðum við betur í stakk búin til að takast á við aukið álag, höfum meira úthald í krefjandi aðstæðum, verðum betri í að taka ákvarðanir, eflum samskiptahæfni okkar sem og getu til að skapa jákvætt viðhorf og aukum sjálfstæði okkar og sjálfstraust.

Ef við búum yfir þrautseigju eru mun meiri líkur á því að við missum ekki sjónar á lokamarkmiðinu þrátt fyrir mótlæti sem kunna að verða á vegi okkar.

Mikilvægt að hafa í huga

Alveg sama hvað þú gerir í lífinu það koma alltaf tímar þar sem hlutirnir fara ekki eftir plani, tímar þar sem ekkert virðist ætla að ganga upp og mistök eiga sér stað.

Á slíkum tímum upplifum við oft “uppgjöf” að geta ekki meira og eina sem kemur upp í hugan er að gefast upp.

Að gefast upp er hins vegar auðvelda leiðinn út, það að leggja allt frá sér og fara að gera eitthvað annað, eitthvað sem er auðveldara eða tekur hugan frá því sem við vorum að gera. þessi valkostur er þó ekki vænlegur til árangurs þar sem við náum ekki að halda okkur við efnið nógu lengi til að sjá árangur og upplifum gjarnar skort á sjálfstrausti og sjálfsvirðingu, missum fókus, úthald og sjálfsaga.

„Þessi hegðun er mjög algeng og er það í eðli mannsins að gera frekar það sem er auðvelt og skemmtilegt í staðinn fyrir það sem er erfitt og nauðsynlegt“

Þeir sem hinsvegar komast í gengum áskoranir og hindranir eru mun líklegri til að ná góðum árangri, vaxa sem einstklingar, efla þekkingu sína og reynslu og öðlast aukinn tilgang og virði í líf sitt.

“Ef þú hefur þrautseigju eru mun meiri líkur á að þú náir settu marki og þeim árangri sem þú lagðir upp með að ná”

Ef þú vilt ná raunverulegum árangri í lífi þínu þarftu að vera tilbúin að gefa því góðan tíma og horfa á það sem maraþon en ekki spretthlaup. Þeir sem ná ekki árangri ætla sér um of á stuttum tíma með lámarks framlagi – sem er aldrei vænlegt til árangurs.

Eitt það dýrmætasta sem ég hef lært í lífinu er að alveg sama hversu slæmt eitthvað lítur út fyrir að vera, þá er alltaf eitthvað jákvætt sem hægt er að taka frá þeirri reynslu.

Flest könnumst við að fara í gegnum erfiða og óþægilega lífsreynslu eins og að missa vinnuna, veikindi í fjölskyldunni eða höfnun en þegar við lítum til baka mánuðum eða ári síðar, komum við auga á að þessi reynsla gerði okkur að mun sterkari og betri manneskju.

Með því að taka ábyrgð í stað þess að vera fórnarlamb munt þú geta dregið af því mikinn lærdóm og öðlast þroska til að halda áfram og það mun skila sér í mun betri árangri í næstu verkefnum.

Í dag lít ég ekki á mistök sem eitthvað slæmt heldur er það mikilvægur lærdómur sem á sér stað sem ég get notað til að halda áfram að vaxa og ná enn betri árangri.

Þannig að næst þegar þú ferð í gegnum erfiða tíma eða áskoranir í þínu lífi, gefðu þér þá tíma til að spá í það hvaða lærdóm þú getur dregið af þessari reynslu og hvernig þessi reynsla getur gert þig að betri mannesku.

Þú munt eflaust ekki alltaf sjá svarið samstundis þar sem reynslan sem þú fórst í gegnum gæti hafa vakið upp sterkar tilfinningar og viðbrögð eins og reiði, sorg eða örvæntingu, þessar tilfinningar hafa áhrif á hæfni þína og getu til að hugsa rökrétt og bregðast við.

með því að gefa sér tíma, munt þú á endanum vera fær um að sjá eitthvað jákvætt sem þú getur tekið með þér áfram og sett í reynslubankann.

Persónulegur vöxtur

Þrautseigja eru gríðarlega mikilvægur eiginleiki ef góður árangur á að nást en hann hefur bein áhrif á persónelgan vöxt og getuna til að þróast sem einstaklingur bæði í lífi og starfi.

Það er hins vegar mikilvægt að vera meðvitaður um að þrautseigja þýðir ekki þú eigir aldrei að breyta um stefnu og prófa nýjar leiðir.

Ef þú hefur sett allt þitt í verkefni sem þú hefur verið að vinna að en allt í einu áttar þú þig á því að þetta er ekki það sem þú vilt gera þá þýðir það ekki að þú sért að gefast upp eða sért misheppnaður þó þú hættir og snúir þér að einhverju öðru, stundum þarftu að breyta um stefnu ef það sem þú ert að gera á ekki lengur við.

Sú reynsla sem við öðlumst í gegnum lífið mótar okkur sem manneskjur og hvernig við erum í dag, vertu því óhrædd/ur að taka áhættu og prófa eitthvað nýtt ef það er það sem þú vilt gera. kannski er tíma þínum betur varið í eitthvað annað. Þannig að taktu stöðuna reglulega.

Hvað er hægt að gera til að efla þennan eiginleika?

Þegar við viljum rækta líkamlegan styrk þá höfum við margar leiðir til að gera slíkt, förum í ræktina, í göngutúra eða finnum þá hreyfingu sem hentar okkur best til þess að ná settu marki, og smátt og smátt sjáum við árangurinn vaxa.

Til að efla eigin þrautseigju er mikilvægt að koma sér upp góðu kerfi/rútínu sem virkar fyrir þig: Hér eru nokkur dæmi sem gott er að hafa í huga.

  1. Hugsaðu til langs tíma Gerðu þér grein fyrir að það getur tekið langan tíma og mikla vinnu að komast á áfangastað, taktu eftir litlu sigrunum, lærdómnum og fagnaðu mistökunum og ekki gleyma að njóta ferðalagsins. Hafðu þolinmæði og mundu að ef þú gefur þér góðan tíma muntu að öllum líkindum öðlast það sem þú lagðir upp með í upphafi.
  2. Settu þér markmið Markmið veitir þér stefnu og tilgang: Að vera með markmið hjálpa þér að setja fókusinn á þann árangur sem þú vilt ná. Komdu þér upp þeim vana að setja þér markmið bæði langtíma og skammtíma, að brjóta niður stóra makmiðið í mörg smærri skref gerir það að verkum að mun auðveldara verður að ná því.
  3. Lærðu og vertu jákvæður Við erum það sem við hugsum: Þú getur lært af öllu sem verður á vegi þínum í lífinu, hvort sem það var gott eða slæmt, jákvætt eða neikvætt. Notaðu það sem þú hefur lært til að bæta sjálfan þig með það að markmiði að verða sterkari manneskja, með meiri reynslu og þekkingu.
  4. Fórnarkostnaður Þetta þýðir, ef þú vilt eitthvað í lífinu, þarftu að vera tilbúin að færa fórnir til að ná árangri. Hér þarf eflaust að breyta gömlum vana og finna nýjan sem þjónar þér betur til að ná þeim árangri. Þetta á oftast við hvernig og í hvað ertu að verja tíma þínum og hvar getur þú nýtt tímann betur.
  5. Vertu meðvitaður um neikvæðar tilfinnignar Ef þú ert að fara í gegnum miklar tilfinningar (tilfinningarússíbana) ekki þá taka neinar mikilvægar ákvarðanir, þar sem þær munu líklega ekki vera þær réttu eða bestu sm þú gætir tekið
  6. Aðlagast breytingum Hlutirnir fara ekki alltaf eins og við vorum búin að plana eða sjá fyrir, stundum þarf að endurhugsa hlutina og finna nýjar leiðir til að komast á áfangastað, vertu því opin og sveigjanleg/ur fyrir nýjum hugmyndum.
  7. Taktu ábyrgð Þegar við áttum okkur á því að við höfum val um það hvernig við bregðumst við atburðum og aðstæðum sem verða á vegi okkar beint eða óbeint þá sjáum við fyrst hveru mikil áhrif við getum haft á okkar eigið líf og þar af leiðandi þann árangur sem við náum.
“það er einmitt á þessum tímapunkti sem við áttum okkur á því hversu öflug við í raun og veru erum”

8. Hugaðu vel að líkamlegri og andlegri heilsu Hreyfing og hugleiðsla gefur góða styrk hvað varðar fókus, úthald, sjálfsaga og jafnvel að fá nýjar hugmyndir, stuttir göngutúrar á hverjum degi geta gert kraftaverk.

9. Ræktaðu tengsl við fjölskyldu og vini sem hafa jákvæð áhrif á þig. Að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini sem hafa jákvæð áhrif á okkur er gríðarlega dýrmætt, það gefur okkur aukin kraft, meiri gleði og stuðning þegar við þurfum á því að halda.

Í stut máli:

Einstaklingur sem býr yfir þrautseigju gerir sér grein fyrir eigin virði, er sjálfstæður í hugsun og athöfnum og ber ábyrgð á eigin lífsgæðum. Hann hugsar í lausnum í stað þess að sjá aðeins vandamálin og lítur á krefjandi verkefni sem áskorun, tekur fulla ábyrgð og finnur lausn í stað þess að vera fórnarlamb, hefur yfirsýn og býr yfir færni til að leysa vandamál og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir. Hefur úthald og styrk til að komast í gengum erfiðleika og stendur uppi sem sterkari einstaklingur með góða aðlögunarhæfni.